Miklar sveiflur á veiði úr Hlíðarvatni

Frá Botnavík við Hlíðarvatn.
Frá Botnavík við Hlíðarvatn. Kristján Friðriksson

Inni á veiðivefnum flugur.is er að finna samantekt á silungsveiðinni í Hlíðarvatni í Selvogi í sumar sem löngum hefur verið eitt gjöfulasta vatn til bleikjuveiða á landinu. Miklar sveiflur hafa einkennt veiðina þar síðustu árin.

Fram kemur að nú í sumar hafi veiðst samtals 1.205 bleikjur úr vatninu en leyft er að veiða á 14 stangir þótt nýtingin á þeim öllum sé æði misjöfn. Þetta er mikil niðursveifla frá árinu 2016 þegar þar veiddist 3.091 bleikja úr vatninu og margir báru þá von í brjósti að vatnið væri að komast á skrið aftur eftir nokkurra ára niðursveiflu frá 2011.

Þá vekur athygli að úr svokallaðri Botnavík, sem er einn þekktasti veiðistaðurinn við vatnið, veiddust aðeins 10 bleikjur í sumar. Sumarið 2016 veiddist þar hins vegar 221 bleikja og kunna menn ekki skýringar á því annað en að himbrimafjölskylda sem hélt til í víkinni í sumar veiddi grimmt að sögn veiðimanna.

Heildarveiði á ári úr Hliðarvatni frá árinu 2000.
Heildarveiði á ári úr Hliðarvatni frá árinu 2000. flugur.is
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert