Ráðstefna um veiðistjórnun

Ófleygar heiðagæsir með unga. Heiðagæsin er nú í sögulegu hámarki …
Ófleygar heiðagæsir með unga. Heiðagæsin er nú í sögulegu hámarki hér á landi og telur stofninn rúma hálfa milljón fugla. na.is

Umhverfisstofnun mun standa fyrir ráðstefnu föstudaginn 24. nóvember á Grand hótel Reykjavík á milli klukkan 13:00 og 17:00 sem ber yfirskriftina: Veiðistjórn í sátt við samfélag og náttúru.

Greint er frá þessu inn á vef Umhverfisstofnunnar þar sem fram kemur að leiðarljós ráðstefnunnar verði veiðistjórnun í sátt við samfélagið þannig að allir geti upplifað og notið villtrar náttúru. Kynnt verður stefnumótunarvinna við veiðistjórnun í Svíþjóð og farið yfir stjórnunaráætlanir varðandi gæsir í Evrópu, þar sem sérstaklega er horft til heiðagæsa.

Ráðstefnan fer fram á ensku og verður lagður umræðugrunnur fyrir vinnu við sambærilega stefnumótun hér á landi.

Hægt er að kynna sér dagskrá ráðstefnunnar hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert