Veiðitölur vikunnar

Glímt við stóran lax í veiðistaðnum Burgos í Kjarrá rétt …
Glímt við stóran lax í veiðistaðnum Burgos í Kjarrá rétt undir lok veiðitímans. Hallgrímur H. Gunnarsson

Vikuleg samantekt Landssambands veiðifélaga á veiði í laxveiðiám á landinu frá 13. til 20. september birtist í morgun.  Þar er nú að finna margar lokatölur úr ýmsum veiðiám enda langt liðið á veiðitímann og örfáir dagar eftir í flestum ám.  Í nokkrum verður veitt fram til mánaðamóta og í einhverjum af svonefndu hafbeitaránum verður veitt fram í október.

Eins og áður þá er Ytri-Rangá langefst með 6.526 laxa og vikuveiðin var 447 laxar. Miðfjarðará er svo þar á eftir með 3.627 laxa og vikuveiði var 157 laxar. Í þriðja sæti er Þverá og Kjarará og hafa alls 2060 laxar veiðst en veiði lauk 14 september og hefur veiðibók verið yfirfarin og eru þetta lokatölur.

Vikulistinn yfir 10 efstu árnar lítur þannig út:

  1. Ytri-Rangá 6.526 laxar - vikuveiði 447 laxar
  2. Miðfjarðará 3.627 laxar - vikuveiði 157 laxar
  3. Þverá/Kjarrá 2.060 laxar – veiði lokið - LOKATALA
  4. Eystri-Rangá 2.030laxar – vikuveiði 47 laxar
  5. Norðurá 1.719 laxar – veiði lokið - LOKATALA
  6. Langá á Mýrum 1.540 laxar - vikuveiðin 80 laxar
  7. Blanda 1.433 laxar – veiði lokið - LOKATALA
  8. Grímsá í Borgarfirði 1.214 laxar – vikuveiði 93 laxar
  9. Haffjarðará 1.167 laxar – veiði lokið - LOKATALA
  10. Laxá á Ásum 1.108 laxar – vikuveiði 51 laxar - LOKATALA

Nánar má kynna sér þennan lista hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert