Eldisfiskur á land í Laugardalsá

Hinn meinti eldislax úr Laugardalsá.
Hinn meinti eldislax úr Laugardalsá. Jóhann Birgisson

Veiðimenn sem voru við veiðar síðustu daganna í Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi veiddu í gær lax sem þeir telja bera öll einkenni þess að um eldisfisk sé að ræða.

Að sögn Jóhanns Birgissonar, leigutaka árinnar, þá var hann ásamt fèlögum sínum að veiða síðustu daga tímabilsins í ánni. Í gær veiddi Jóhann svo 75 cm lúsugan lax í svokölluðum Grímhólshyl sem var allur hinn undarlegasti að sjá.  Hann var uggaétinn og skinnið mjög laust í sér, auk þess sem útilokað var að kyngreina laxinn. Þá er fremur fátítt er að veiða lúsugan nýgenginn lax við lokum árinnar.

Sagði Jóhann í samtali við mbl að ekkert færi á milli að þarna væri um eldislax að ræða sem væntanlega hefði sloppið úr eldiskví, en ekki hafa borist fréttir af öðrum veiddum eldislöxum úr Laugardalsá í sumar.  Kvaðst Jóhann ætla með laxinn á Fiskistofu á morgun til að fá nánar úr þessu skorið. 

Lokahollið í ánni veiddi sjö laxa og urðu lokatölur 175 veiddir laxar sem er fremur léleg heildarveiði þar á bæ.

Jóhann Birgisson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert