Tveir risalaxar á land í dag

Árni Pétur hampar risalaxinum við Skriðflúð fyrr í kvöld.
Árni Pétur hampar risalaxinum við Skriðflúð fyrr í kvöld. FB/Nessvæðið

Fréttir bárust af tveimur risalöxum sem komu á land í dag úr tveimur þekktustu stórlaxaám landsins og eru þetta jafnframt stærstu laxar sumarsins á landinu.

Samkvæmt upplýsingum frá landeigendum að Nesi í Aðaldal landaði Árni Pétur Hilmarsson 111 cm löngum hæng á Skriðflúð sem reyndist 56 cm að ummáli. Bróðir Árna, Hermóður Hilmarsson, sá um að háfa tröllið. Fram kom að laxinn hafi tekið litla túpu sem kallast Erling Special.

Á sérstakri reiknivél á veiðisíðunni letsflyfish.com er þessi lax Árna Péturs metinn 32 ensk pund.

Þá er þess getið á vefsíðu Vatnsdalsár í Húnavatnssýslu að þar hafi fyrr í dag 110 cm hæng verið landað úr Gilárósi. Það var veiðimaður að nafni Elías sem veiddi laxinn sem tók litla rauða frances-túpu með keilu. Er þessi laxi í veiðibók árinnar metinn 13,2 kíló eða rétt um 30 ensk pund.

Elías virðir fyrir sér stórlaxinn úr Gilárósi í Vatnsdalsá skömmu …
Elías virðir fyrir sér stórlaxinn úr Gilárósi í Vatnsdalsá skömmu eftir löndun. vatnsdalsa.is
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert