Sjóbirtingsveiði fer vel af stað austur á Síðu

Ásgeir með sjóbirtinginn stóra sem hann veiddi í Geirlandsá þann …
Ásgeir með sjóbirtinginn stóra sem hann veiddi í Geirlandsá þann 5. september síðastliðinn. svfk.is

Samkvæmt upplýsingum frá Stangveiðifélagi Keflavíkur þá fer sjóbirtingsveiðin vel af stað í Fossálum og í Geirlandsá austur á Síðu. 

Fram kemur að veiði í Geirlandsá hafi verið með ágætum til þessa en hollin verið að gera misjafna veiði í takt við veður og aðstæður.  Fiskur mun vera nánast í öllum hyljum árinnar og mikið í sumum þeirra. Eins og oft áður er aðalgangurinn  í Ármótunum en þau eru mikill og stór veiðistaður sem gefur jafnan mest á hverju ári.

Uppistaðan er fallegur 2 til3 kílóa fiskur og sem er hvað viljugastur til töku. Stór fiskur er samt að veiðast í bland við þá minni enda er Geirlandsá er annáluð stórfiska á telja menn örugglega að þeim eigi eftir fjölga er líður á tímabilið. 

Stærsti fiskurinn það sem af er kom á land þann 5. september og reyndist að vera 89 cm löng hrygna sem Ásgeir Ólafsson fékk á flugu sem kölluð er Super Tinsel flugan. Hollið sem var við veiðar 10. til 12. september fékk 13 fiska og veiðimennirnir sem komu þar á eftir fengu 12 fiska og þar af einn lax.  

Þá kemur að auki fram að einnig hafi verið ágætis veiði í Fossálunum það sem af en þeir eru skammt fyrir austan Geirlandsá. Fram kemur að flest hollin verið að fá 6 til 8 fiska og ber flestum saman um það að mikið sé af fiski á svæðinu og haft er eftir þaulvönum mönnum þeir hafi sjaldan séð jafnmikið líf á svæðinu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert