Svört skýrsla um villta laxinn í Noregi

Eldislaxar á sveimi.
Eldislaxar á sveimi. wwf

Í Fiskifréttum í morgun er greint frá norskri skýrslu þar sem fram kemur að mikil ógn steðjar að villtum laxastofnum í Noregi og allar helstu ástæður hennar séu raktar til laxeldis í sjókvíum. 

Erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa er þegar orðin útbreidd samkvæmt skýrsluhöfundum og sögð vera helsta áhyggjuefnið. Um var að ræða úttekt á vegum norskra umhverfisyfirvalda og að vinnunni komu 13 vísindamenn sem komu að frá sjö stofnunum og háskólum í Noregi. 

Fram kemur að síðastliðinn áratug hafa mun færri laxar snúið til baka úr hafi en áður þekktist. Árið 2016 eru þeir taldir hafa verið um það bil 470.000 sem er aðeins helmingur þess sem gekk í árnar á níunda áratugnum.

Kemst nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að slysasleppingar frá sjókvíaeldi á laxi séu langstærsta ógnin við villtu laxastofnana í Noregi og að erfðablöndun í hrygningu villtra laxa og eldislax hafi verið staðfest í fjölda veiðiáa. Þessar erfðabreytingar munu nær örugglega ekki ganga til baka.

Þá er staðfest í fyrsta skipti að laxalúsin frá laxeldinu hafi áhrif til laxastofna um allan Noreg og sé hún talin önnur helsta ógnin við villta laxastofna. 

Í skýrslunni kemur fram að norsk fyrirtæki hafi framleitt 1,2 milljónir tonna af eldislaxi árið 2016. Frá þessum fyrirtækjum var tilkynnt um að 131.000 laxar hefðu sloppið úr eldiskvíum samanborið við 212.000 laxa að meðaltali áratuginn á undan. Nefndarmenn telja þó að taka beri þessum tölum með fyrirvara og segja að rannsóknir sanni að tvisvar til fjórum sinnum fleiri laxar séu líklegir til að hafa sloppið en tilkynnt er um.

Nánar má kynna sér þessa grein hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert