Góð veiði í Norðlingafljóti

Yuni Reyes með fallega morgunveiði úr Norðlingafljóti fyrir stuttu síðan.
Yuni Reyes með fallega morgunveiði úr Norðlingafljóti fyrir stuttu síðan. FB

Að sögn Jóhannesar Sigmarssonar, leigutaka Norðlingafljóts í Borgarfirði, er mjög góð veiði í ánni þessa daganna. 

Fram kom að 297 laxar hefðu veiðst þessa vikuna á stangirnar fimm.  Heildarveiðin væri þar með í kringum 550 laxa sem væri afbragðsveiði þegar litið er til þess að áin opnaði fyrir rúmum mánuði síðan. Það liti því vel út með framhaldið á veiðinni í sumar og haust.

Áin er um 17 kílómetrar á lengd með yfir 75 merkta veiðistaði, auk fjölda af minni stöðum sem geta gefið lax.  Umhverfi árinnar þykir stórbrotið og veiðistaðir eru afar fjölbreyttir. 

Jóhannes sagði að veitt væri jöfnum höndum á maðk og flugu en óheimilt væri að veiða á spún.  Uppistaðan í veiðinni í sumar væri vænn smálax en nokkrir stórir væru einnig inn á milli og væru þeir stærstu 96 og 93 cm langir.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert