Ágæt veiði í Norðurá í sumar

Myrkhylur í Norðura veiddur að austanverðu.
Myrkhylur í Norðura veiddur að austanverðu. nordura.is

Samkvæmt upplýsingum frá landeigendum við Norðurá þá hefur verið mjög mikil laxagengd í ánni í sumar og hefur veiðst vel. Vatnsmagn í ánni hefur verið gott þar sem rignt hefur öðru hverju og gleður það veiðimenn að mikið er um góðar tökur.

Fram kemur að búið er að landa rúmlega 1.000 löxum sem er talsvert betri veiði en á sama tíma í fyrra. Þá hafa þegar gengið 1.373 laxar upp laxastigann í Glanna. Stærsti laxinn til þessa er 102 cm hængur sem veiddist í Laugarkvörn 4. júní af Önnu Sigþórsdóttur.

Fyrir nokkru kom veiðivörður að erlendum ferðamönnum við veiðar í ánni sem ekki höfðu aflað sér veiðiheimildar. Fengu þeir áminningu og voru veiðarfæri gerð upptæk, en veiðivörður er starfandi við Norðurá allan veiðitímann og er hann fulltrúi eigenda árinnar.

Rannsóknaniðurstöður á hreistursýnum úr Norðurá benda til að erfið sjávarskilyrði valdi afföllum í hafi. Slíkar rannsóknir hafa farið fram árlega í Norðurá frá árinu 1988 og hafa hreistursýni einnig verið tekin af smálaxi í ár. Mælingar á vexti þeirra sýna að sjávarvöxtur smálaxa í veiðinni 2017 er mun betri en árin 2012, 2014 og 2016.

Þá kemur fram að tölfræðilega marktæk tengsl eru milli vaxtar smálaxa og veiði á smálaxi í ánni. Niðurstöður gefa þannig vísbendingu um að smálaxagengd og þar með veiði í Norðurá verði betri en á síðastliðnu sumri.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert