Fyrstu fréttir úr Djúpinu

Glímt við lax í Laugardalsá.
Glímt við lax í Laugardalsá. Guðmundur Atli

Árnar við Ísafjarðardjúpið hafa nú allar opnað og virðist veiði fara ágætlega vel af stað og samkvæmt fyrstu upplýsingum sem berast þaðan hafa þær allar þegar gefið fisk.

Langadalsáin var opnuð þann 24. júní og kom fyrsti laxinn úr ánni úr Iðusteinum sem reyndist vera  var 87 cm hrygna sem tók Kolskegg gárutúpu. Lauk fyrsta hollið veiðum nú á hádegi í dag var þremur löxum til viðbótar landað úr Túnfljóti, Kirkjubólsfljóti og Brúarstreng. Þrír vænir stórlaxar voru í aflanum og einn smálax og veiddust þeir allir gárutúpur. Mjög gott vatn er í ánni og aðstæður ákjósanlega

Þá heyrðist að veiðimenn sem opnuðu Laugardalsá hefðu sett í 6 laxa fyrsta daginn en aðeins náð að landa einum af þeim. 

Samkvæmt upplýsingum frá Lax-á, sem sér um leigu á Hvannadalsá, þá var opnað þar þann 20. júní og komu tveir laxar úr opnunarhollinu. Veiðimennirnir létu hafa eftir sér að áin hafi verið vatnsmikil eins von sé snemmsumars, en vatnið er tært og áin vel veiðanlegan.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert