Fyrsta vikan góð í Veiðivötnum

11,5 punda urriði sem veiddist í Grænavatni í liðinni viku.
11,5 punda urriði sem veiddist í Grænavatni í liðinni viku. Bryndís Magnúsdóttir

Þrátt fyrir rysjótta tíð og háa vatnsstöðu þá veiddist vel í fyrstu veiðivikunni í Veiðivötnum á Landmannaafrètti.

Opnað var fyrir veiði í vötnin sunnudaginn 18. júní og veitt verður til miðvikudagsins 23. ágúst.  Bændadagar hefjast svo 25. ágúst og allri veiði lýkur þann 17. september. 

Sagt er frá því á sérstakri vefsíðu fyrir vötnin að veiði hafi farið  vel af stað og þrátt fyrir háa vatnsstöðu í Hraunvötnum og Litlasjó og hafi veiðimenn fengið góða veiði þar.

Þá var áberandi góð bleikjuveiði í Snjóölduvatni og Langavatni. Alls veiddust 3522 urriðar og 2449 bleikjur þessa fyrstu viku. Stærsti fiskurinn til þessa er 11,5 punda urriði veiddur í Grænavatni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert