Hver er þessi Friggi?

Það eru ekki mörg ár síðan að veiðimenn fóru að sjá laxa bókaða á flugu sem var nefnd Friggi og fyrst um sinn var það þannig að menn földu flugurnar svo vandlega að þær voru jafnvel teknar af stöngunum þegar menn mættu í hús að loknum vöktum.

Þessi fluga vakti sérstaklega athygli mína þegar ég var við veiðar síðsumars í Eystri Rangá og veiðimenn sem ég kannaðist aðeins við voru að veiða ansi vel á stöðum sem annars vanir veiðimenn voru nýbúnir að fara yfir án árangurs.  Þegar það var gengið á þá og reynt að komast að því hvað þeir voru með undir var fátt um svör.  Það var síðan á lokadegi þessa veiðitúrs þegar menn voru að leggja af stað í síðustu morgunvaktina að einn af þessum ágætu veiðimönnum dró mig afsíðis, bókstaflega, og rétti mér eina flugu í lófann, leit í kringum sig eins og maður sem væri verið að elta.  Sagði mér síðan að þetta hefði verið leynivopnið þeirra í túrnum.

Ég skoðaði fluguna og varð eiginlega hálfhissa því þetta var eitthvað sem ég hafði ekki séð áður og flugan eiginlega við fyrstu sín hálfgerð lufsa í lófanum á mér.  Á fyrsta veiðistað við Skollatanga var flugan Friggi hnýtt undir ásamt þessum venjulega 10 feta hraðsökkvandi sökkenda og stuttum taum, þetta er það sem virkar þarna.  Ég byrja aðeins ofar eins og venja er en þegar ég kem að steininum sem brýtur á við endann á móbergsbakkanum er rifið í fluguna.  Þarna landaði ég 12 punda laxi.  Næstu tímana var ég bara með þessa sömu flugu undir og tók í það heila 11 laxa á morgunvaktinni og setti í fleiri.  Fram að þessu hafði túrinn verið frekar rólegur en flugan Friggi breytti því snarlega.  Ég hef síðan þá alltaf verið með nokkrar klárar í boxinu og hef helst til notað þær þegar ég þarf að veiða djúpt, en þær eru líka hnýttar á plasttúpur svo flugan getur líklega veitt vel líka eingöngu á flotlínu.  

Fluguna hannaði Baldur Hermannsson og eru nokkrar útgáfur eftir hann til í völdum veiðiverslunum og þar sem hnýtingin á flugunni þarf að vera mjög vönduð ættu menn að varast eftirlíkingar, þær eru sjaldan eða líklega aldrei jafnvel hnýttar og þær flugur sem koma frá hönnuðinum sjálfum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert