Tilhugsunin er súrrealísk

Sunisa Lee á jafnvægisslánni í Tókýó.
Sunisa Lee á jafnvægisslánni í Tókýó. AFP

Í aðdraganda Ólympíuleikanna var talið svo gott sem öruggt að gullverðlaunin í fjölþraut kvenna í fimleikum yrðu hengd um háls Simone Biles frá Bandaríkjunum. Rétt eins og á leikunum í Ríó árið 2016. En margt fer öðruvísi en ætlað er, jafnt í íþróttum sem annars staðar.

Biles hætti við þátttöku í vikunni eins og fjallað hefur verið um. Það hafði þó ekki þær afleiðingar að Bandaríkjamenn þyrftu að sjá á eftir gullinu til keppanda frá annarri þjóð en þær bandarísku hafa sigrað í fjölþrautinni á fimm Ólympíuleikum í röð. Í Aþenu, Peking, London, Ríó og nú Tókýó því Sunisa Lee sigraði. Rebeca Andrade frá Brasilíu fékk silfurverðlaun og hin rússneska Angelina Melnikova hlaut bronsverðlaun.

Sunisa Lee með gullverðlaunin.
Sunisa Lee með gullverðlaunin. AFP

Sunisa Lee er aðeins 18 ára gömul sem þó þykir ekki endilega ungt hjá fimleikafólki í hæsta gæðaflokki. Hún keppir nú á Ólympíuleikum í fyrsta sinn og vann silfurverðlaun fyrr í vikunni með Bandaríkjunum í liðakeppninni. Lee öðlaðist góða reynslu á HM í Stuttgart árið 2019 en þar varð hún önnur í gólfæfingum og þriðja á tvíslá. Auk þess var hún í bandaríska liðinu sem varð þá heimsmeistari í liðakeppni.

Greinin um Sunisu Lee er í heild sinni í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert