Draumur Djokovic úr sögunni

Novak Djokovic, til hægri, óskar Alexander Zverev til hamingju með …
Novak Djokovic, til hægri, óskar Alexander Zverev til hamingju með sigurinn í viðureign þeirra í dag. AFP

Serbinn Novak Djokovic verður ekki ólympíumeistari í einliðaleik í Tókýó en hann var í dag sleginn út í undanúrslitunum á Ólympíuleikunum.

Þjóðverjinn Alexandere Zverev sigraði Djokovic í undanúrslitunum í dag, þrátt fyrir öruggan sigur Djokovic í fyrsta setti, 6:1. Zverev sneri leiknum við með 6:3-sigri í öðru setti og vann svo það þriðja á sannfærandi hátt, 6:1.

Zverev mun mæta Karen Khachanov frá Rússlandi í úrslitaleiknum en Djokovic leikur um bronsverðlaunin við Pablo Carreno frá Spáni.

Draumur Djokovic um ólympíugull ætlar því ekki að rætast en þennan sigursæla tennisleikara vantar þá medalíu í glæsilegt verðlaunasafn sitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert