Fámennasta þjóðin til að vinna ólympíuverðlaun

Alessandra Perilli réði ekki við tárin er hún fagnaði árangri …
Alessandra Perilli réði ekki við tárin er hún fagnaði árangri sínum. AFP

Íþróttamaður frá San Marínó varð í morgun sá fyrsti í sögu landsins til að vinna verðlaun á Ólympíuleikum er Alessandra Perilli hreppti brons í skotfimi kvenna í Tókýó.

Perilli hitti 29 af 50 skotmörkum og dugði það henni til að hafna í þriðja sæti af þeim sex keppendum sem kepptu til úrslita. Zuzana Rehak Stefecekova frá Slóvakíu tók gullið en hún hitti 43 skotmörk. Þar áður hafði hún sett met í undankeppninni með því hitta í hvert eitt og einasta. Silfrið tók Kayle Browning frá Bandaríkjunum.

San Marínó er rúmlega 33 þúsund manna þjóð en frá landinu eru fimm keppendur í Tókýó. Fleiri hafa ekki keppt fyrir hönd þjóðarinnar á einum og sömu leikunum síðan í Atlanta árið 1996 en þá mættu sjö til leiks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert