Er í lagi að vera ekki í lagi?

Simone Biles.
Simone Biles. AFP

Er í lagi að vera ekki í lagi? Maður spyr sig. Simone Biles, ein frægasta íþróttakona jarðar, dró sig úr keppni í úrslitum á Ólympíuleikunum í Tókýó í vikunni og sagðist þurfa að huga að andlegri heilsu sinni. Viðbrögðin voru, eins og við var að búast, fjölbreytt og litskrúðug.

Sigursælasti keppandi í sögu Ólympíuleikanna, sundmaðurinn Michael Phelps, studdi rækilega við bakið á ákvörðun landa síns. Phelps vann 23 ólympíugull, barðist við þunglyndi og íhugaði um tíma að svipta sig lífi. Hann kvaðst sjálfur ekki hafa þorað að biðja um hjálp og hrósaði Biles í hástert fyrir að hafa hugrekkið til að segja frá erfiðleikum sínum.

Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan, sem hefur einstakt lag á því að lenda upp á kant við fólk, var á öndverðum meiði. Hann ásakaði Biles um að skýla sér á bak við andlega vanheilsu eftir laka frammistöðu í von um að hún yrði fyrir minni gagnrýni.

Bakvörðinn má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert