Gunnar þurfti að játa sig sigraðan

Gunnar Nelson
Gunnar Nelson Ljósmynd/UFC

Gunnar Nelson þurfti að játa sig sigraðan gegn Brasilíumanninum Gilbert Burns á UFC-bardagakvöldi í Royal Arena í Kaupmannahöfn í kvöld. Bardaginn fór í þrjár lotur og vann Burns á einróma dómaraúrskurði, 29:28. 

Gunnar reyndi hvað hann gat til að ná Burns í gólfið en það gekk illa. Felluvörn Burns var góð og lenti Gunnar í vandræðum er þeir voru standandi. Burns náði nokkrum þungum höggum á Gunnar og sparkaði vel í kálfana á honum sem skilaði honum að lokum sigri. 

Gunnar hefur barist 23 sinnum sem atvinnumaður og unnið 17 bardaga, tapað fimm og gert eitt jafntefli. Hann hefur barist þrettán sinnum í UFC, unnið átta bardaga og tapað fimm. Hann hefur nú tapað tveimur bardögum í röð í fyrsta skipti á ferlinum. 

Gunnar tapaði síðast fyrir Leon Edwards í London 16. mars síðastliðinn en vann þar á undan Alex Oliveira í Kanada 8. desember á síðasta ári.

Gunnar Nelson í beinni opna loka
kl. 20:20 Textalýsing Þannig fór nú það. Annað tapið í röð hjá Gunnari. Takk fyrir samfylgdina.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert