Handsprengju kastað að andstæðingi Gunnars

Alex Oliveira í kröppum dansi við Gunnar Nelson.
Alex Oliveira í kröppum dansi við Gunnar Nelson. AFP

Gunnar Nelson mætti hinum brasilíska Alex Oliveira á UFC 231-bar­daga­kvöld­inu í Toronto fyrr í mánuðinum. Gunnar vann með glæsibrag eftir þungt olnbogahögg og þurfti að sauma 38 spor í enni Oliveira í kjölfarið. 

Oliveira er ekki að eiga góðan mánuð, því hann þurfti að fara í aðgerð á fæti á dögunum, þar sem fjarlægja þurfti búta úr handsprengju úr honum. Oliveira var þá í heimsókn í heimabæ sínum, Tres Rios, og komst í hann krappan.

„Ég var á bílnum hennar mömmu og ætlaði að setja bensín á hann. Ég stöðva þegar ég sé fólk í slagsmálum við hlið vegarins og ég sé að litli frændi minn er með byssu við andlitið á sér og fólk byrjaði að ýta hvert öðru. Þau voru með hnífa, sveðjur og handsprengjur," sagði Oliveira við Rio Sul-sjónvarpsstöðina. 

„Allt í einu var handsprengju kastað í áttina til mín og leifar af henni enduðu í löppinni á mér," bætti hann við. Eftir aðgerðina var Oliveira kallaður upp á lögreglustöð og beðinn um að segja frá atvikinu, en enginn hefur verið handtekinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert