Þórsarar fá nýjan leikstjórnanda

Dúi Þór Jónsson, fyrir miðju, í leik Stjörnunnar og Þórs …
Dúi Þór Jónsson, fyrir miðju, í leik Stjörnunnar og Þórs frá Þorlákshöfn í undanúrslitum Íslandsmótsins í sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfuknattleiksmaðurinn Dúi Þór Jónsson hefur skrifað undir eins árs samning við Þór á Akureyri en hann var einn þeirra sem kepptu á Norður­landa­mót­inu með íslenska U20 árs landsliðinu í sumar.

Leikstjórnandinn tvítugi spilaði með Stjörnunni á síðustu leiktíð, skoraði að meðaltali 4,7 stig, gaf 2,3 stoðsendingar og tók 1,5 fráköst. Þórsarar segja frá félagsskiptunum á heimasíðu sinni.

Þórsarinn Júlíus Orri Ágústsson er fyrirliði U20 landsliðsins og jafnframt leikstjórnandi Akureyrarliðsins á síðustu leiktíð en hann er á leiðinni í háskóla í Bandaríkjunum þar sem hann mun spila körfubolta næsta vetur. Dúa Þór er væntanlega meðal annars ætlað að leysa hann af hólmi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert