Eistland vann Ísland örugglega

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson.
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eistland vann Ísland örugglega í vináttulandsleik karla í körfuknattleik í Eistlandi í kvöld 93:72. 

Eistar voru yfir 50:34 að loknum fyrri hálfleik en marga af atvinnumönnum Íslands vantaði að þessu sinni.

Ægir Þór Steinarsson var stigahæstur með 16 stig og gaf fjórar stoðsendingar. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði 11 stig og bankar á dyrnar hjá A-landsliðinu eftir fjögurra ára dvöl í Bandaríkjunum. Elvar Már Friðriksson skoraði 10 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók fjögur fráköst. 

Styrmir Snær Þrastarson tók ekki þátt í leiknum þar sem hann glímir við smávægileg meiðsli og þótti skynsamlegt að gefa honum hvíld. 

Liðin léku einnig í gær fyrir luktum dyrum í óformlegum leik þar sem leikið var í 48 mínútur en ekki 40 eins og tíðkast í landsleikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert