Hamarsmenn ósigraðir og Sindri stefnir í toppbaráttu

Gerald Robinson fer nú fyrir liði Sindra og hann skoraði …
Gerald Robinson fer nú fyrir liði Sindra og hann skoraði 34 stig í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hamar úr Hveragerði er eina ósigraða liðið í 1. deild karla í körfuknattleik og Sindri frá Hornafirði er í toppbaráttu deildarinnar í fyrsta skipti.

Hamar vann góðan útisigur á Álftanesi í kvöld, 92:83. Hornfirðingar fóru í lengsta ferðalag sem hægt er að fara milli bæja á Íslandi en þeir heimsóttu Vestra til Ísafjarðar og unnu öruggan sigur, 98:82. Gerald Robinson, fyrrverandi leikmaður ÍR, Hauka, Njarðvíkur og Hattar leikur með Sindra og hann skoraði 34 stig á Ísafirði í kvöld.

Breiðablik vann sannfærandi sigur á Fjölni, 106:89, og Skallagrímur vann Selfoss 88:64.

Hamar er þá eina liðið sem er komið með 6 stig en Sindri, Álftanes, Hrunamenn, Skallagrímur og Breiðablik eru öll með 4 stig og Vestri, Selfoss og Fjölnir eru með 2 stig.

Tölfræði leikjanna í kvöld:

Vestri - Sindri 82:98

Ísafjörður, 1. deild karla, 25. janúar 2021.

Gangur leiksins:: 6:5, 10:10, 12:18, 13:27, 18:36, 24:38, 30:51, 33:58, 36:65, 44:72, 53:76, 58:82, 66:84, 73:86, 76:89, 82:98.

Vestri: Ken-Jah Bosley 25/5 stoðsendingar, Nemanja Knezevic 21/13 fráköst, Marko Dmitrovic 13/6 fráköst, Gabriel Aderstag 12/9 fráköst, Arnar Smári Bjarnason 6, Friðrik Heiðar Vignisson 3, Arnaldur Grímsson 2/10 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 16 í sókn.

Sindri: Gerald Robinson 34/8 fráköst, Dallas O'Brien Morgan 29/6 stoðsendingar, Gerard Blat Baeza 16/7 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Gísli Þórarinn Hallsson 8, Aleix Pujadas Tarradellas 7, Marko Jurica 4.

Fráköst: 20 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hrafnkelsson, Helgi Jónsson.

Álftanes - Hamar 83:92

Álftanes, 1. deild karla, 25. janúar 2021.

Gangur leiksins:: 4:7, 12:9, 17:14, 20:18, 25:22, 32:29, 39:33, 44:45, 49:49, 56:51, 63:53, 72:58, 75:67, 78:73, 80:78, 83:92.

Álftanes: Cedrick Taylor Bowen 28/7 fráköst, Egill Agnar Októsson 15, Grímkell Orri Sigurþórsson 9, Þorsteinn Finnbogason 8/4 fráköst, Róbert Sigurðsson 7/5 fráköst/10 stoðsendingar, Vilhjálmur Kári Jensson 5/6 stoðsendingar, Friðrik Anton Jónsson 4, Trausti Eiríksson 4/8 fráköst, Unnsteinn Rúnar Kárason 3.

Fráköst: 21 í vörn, 13 í sókn.

Hamar: Jose Medina Aldana 31/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Jósef Ragnarsson 22, Pálmi Geir Jónsson 16, Michael Maurice Philips 12/13 fráköst, Ruud Lutterman 11/13 fráköst.

Fráköst: 27 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Sigurbaldur Frímannsson, Jóhann Guðmundsson.

Breiðablik - Fjölnir 106:89

Smárinn, 1. deild karla, 25. janúar 2021.

Gangur leiksins:: 11:2, 20:12, 26:15, 34:19, 41:19, 48:24, 56:30, 61:38, 66:46, 69:51, 75:59, 78:68, 85:73, 88:77, 95:81, 106:89.

Breiðablik: Samuel Prescott Jr. 32/5 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 16/5 fráköst, Gabríel Sindri Möller 12/5 stoðsendingar, Snorri Vignisson 11/4 fráköst, Kristinn Marinósson 8, Sigurður Pétursson 7/10 fráköst, Egill Vignisson 6/5 fráköst, Dovydas Strasunskas 6, Kristján Leifur Sverrisson 6/7 fráköst, Alex Rafn Guðlaugsson 2.

Fráköst: 30 í vörn, 16 í sókn.

Fjölnir: Matthew Carr Jr. 26/4 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Johannes Dolven 25/20 fráköst, Viktor Máni Steffensen 15/4 fráköst, Daníel Ágúst Halldórsson 10, Ólafur Ingi Styrmisson 7, Gauti Björn Jónsson 4, Sófu Máni Bender 2.

Fráköst: 17 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Bjarki Þór Davíðsson.

Áhorfendur: 3

Skallagrímur - Selfoss 88:64

Borgarnes, 1. deild karla, 25. janúar 2021.

Gangur leiksins:: 4:4, 12:12, 22:14, 27:16, 33:18, 40:21, 45:23, 49:27, 57:32, 61:34, 66:40, 68:46, 74:47, 79:49, 83:58, 88:64.

Skallagrímur: Nebojsa Knezevic 23/8 fráköst/8 stoðsendingar, Mustapha Traore 17/10 fráköst, Davíð Guðmundsson 11, Benedikt Lárusson 11, Hjalti Ásberg Þorleifsson 10/7 fráköst, Marinó Þór Pálmason 6, Kristófer Gíslason 6/7 fráköst, Ólafur Þorri Sigurjónsson 4.

Fráköst: 30 í vörn, 8 í sókn.

Selfoss: Terrence Christopher Motley 13/8 fráköst, Kristijan Vladovic 11/5 fráköst/7 stoðsendingar, Sveinn Búi Birgisson 11/6 fráköst, Arnór Bjarki Eyþórsson 6, Aljaz Vidmar 6/4 fráköst, Gunnar Steinþórsson 5, Ari Gylfason 5, Owen Scott Young 3, Svavar Ingi Stefánsson 3, Bjarki Friðgeirsson 1.

Fráköst: 22 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 70

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert