Martin á toppnum í Evrópudeildinni

Martin Hermannsson í leik með þýska liðinu Alba Berlín.
Martin Hermannsson í leik með þýska liðinu Alba Berlín. Ljósmynd/Alba Berlín

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, hefur átt flestar stoðsendingar í tveimur fyrstu umferðunum í Evrópudeildinni, EuroLeague, sterkustu félagsliðakeppni Evrópu í íþróttinni.

Martin átti 9 stoðsendingar í sigri Alba Berlín á Zenit Pétursborg í fyrstu umferðinni, 85:65, og síðan 11 í naumum ósigri gegn Anadolu Efes í framlengdum leik í Tyrklandi. Hann er því með 10 að meðaltali en næstur er Vasilije Micic hjá Anadolu með 9 að meðaltali.

Þegar reiknað er út frá mínútufjölda leikmanna er munurinn á þessum tveimur efstu mönnum miklu meiri því Martin hefur spilað nærri helmingi skemur í leikjunum tveimur en Micic.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert