Bræðurnir eiga skap saman

Hörður Axel Vilhjálmsson (t.h.) telur að úrvalsdeildin sé sterkari í …
Hörður Axel Vilhjálmsson (t.h.) telur að úrvalsdeildin sé sterkari í vetur en undanfarin ár og betri erlendir leikmenn komnir til liðanna. mbl.is/​Hari

„Varla er hægt að biðja um meira,“ segir landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson um Keflavíkurliðið í upphafi Dominos-deildar karla í körfuknattleik en liðið hefur unnið tvo útisigra í fyrstu tveimur umferðunum. Gegn Tindastóli og Grindavík sem ekki eru auðveldustu liðin heim að sækja í deildinni.

„Ég lít þannig á að fyrir áramót reyni menn að slípa sig saman en safni eins mörgum stigum og hægt er. Við eigum eftir að verða betri þegar á líður en við erum núna. Það hafa bæði orðið breytingar á leikmannahópnum og margar nýjar áherslur urðu einnig eftir þjálfaraskiptin. Þetta mun því taka tíma. Við fengum auk þess bakvörð sem býr til meira en gerst hefur hjá okkur síðustu árin.“

Michael Craion fór frá Keflavík yfir til KR í sumar, reyndar í annað sinn á ferlinum. Var fúlt að sjá á eftir honum í annað íslenskt lið?

Eftirsjá en ekki blóðtaka

„Craion er svakalegur spilari og í háum gæðaflokki í þessari deild. En við teljum okkur vera nokkuð vel setta sjálfir með erlenda leikmenn. Þeir hafa í það minnsta komið vel út í fyrstu tveimur leikjunum og á undirbúningstímabilinu. Auðvitað er eftirsjá að Craion en við fengum menn sem eru áþekkir honum,“ segir Hörður og hann segir íslensku deildina vera mjög sterka um þessar mundir en Hörður hefur fínan samanburð enda vel sigldur leikmaður.

Sjá viðtal við Hörð Axel og umfjöllun um lið Keflavíkur í  heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert