Sannfærandi Fjölnissigur í nýliðaslagnum

Róbert Sigurðsson í leik með Fjölni í 1. deildinni í …
Róbert Sigurðsson í leik með Fjölni í 1. deildinni í fyrra. Hann átti 9 stoðsendingar í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölnismenn fengu sín fyrstu stig í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í kvöld þegar þeir unnu mjög sannfærandi sigur á hinum nýliðum deildarinnar, Þórsurum, norður á Akureyri.

Lokatölur urðu 94:69 fyrir Fjölni eftir að staðan var 49:30 í hálfleik. Munurinn var um og yfir 20 stig allan seinni hálfleikinn og sigur Grafarvogspilta var aldrei í hættu.

Þeir eru því með tvö stig eftir tvær umferðir en Þórsarar sitja stigalausir á botninum.

Viktor Moses skoraði 29 stig fyrir Fjölni, Jere Vucica og Srdan Stojanovic 23 hvor. Hjá Þór var kólumbíski landsliðsmaðurinn Hansel Atencia með 15 stig og þeir Pablo Hernández og Mantas Virbalas með 14 stig hvor.

Gangur leiksins: 2:4, 8:9, 12:19, 16:23, 18:30, 23:33, 29:44, 30:49, 41:53, 43:64, 48:68, 52:70, 57:76, 57:82, 64:87, 69:94.

Þór Akureyri: Hansel Giovanny Atencia Suarez 15/5 stoðsendingar, Pablo Hernandez Montenegro 14/5 fráköst, Mantas Virbalas 14/7 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 12/5 fráköst, Jamal Marcel Palmer 10/4 fráköst, Ragnar Ágústsson 2, Baldur Örn Jóhannesson 2/5 fráköst.

Fráköst: 25 í vörn, 6 í sókn.

Fjölnir: Viktor Lee Moses 29/20 fráköst, Jere Vucica 23/7 fráköst, Srdan Stojanovic 23/11 fráköst/5 stoðsendingar, Róbert Sigurðsson 6/5 fráköst/9 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 5/6 fráköst, Egill Agnar Októsson 3/4 fráköst, Hlynur Logi Ingólfsson 2, Guðjón Ari Logason 2, Viktor Máni Steffensen 1.

Fráköst: 42 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Tómas Tómasson, Friðrik Árnason.

Áhorfendur: 225

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert