U16 leikur um fimmtánda sætið

Hjörtur Kristjánsson skoraði 21 stig fyrir íslenska liðið í dag.
Hjörtur Kristjánsson skoraði 21 stig fyrir íslenska liðið í dag. Ljósmynd/FIBA

Íslenska drengjalandsliðið í körfuknattleik, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, mun leika um 15. sætið í B-deild Evrópumótsins sem fram fer í Svartfjallalandi eftir stórt tap gegn Ungverjalandi í dag.

Leiknum lauk með 90:62-sigri Ungverja en staðan eftir fyrsta leikhluta var jöfn, 22:22. Ungverjar unnu annan leikhluta með fjórum stigum og var staðan 46:42 í hálfleik, Ungverjalandi í vil.

Íslenska liðið átti afleitan seinni hálfleik þar sem Ungverjar unnu samanlagt 44:20 og því fór sem fór. Hjörtur Kristjánsson fír mikinn í íslenska liðinu í dag og skoraði 21 stig, tók tvö fráköst og gaf tvær stoðsendingar.

Ólafur Styrmisson var næst stigahæstur með 12 stig og þrjú fráköst en íslenska liðið mætir Írlandi á morgun í leik um fimmtánda sæti mótsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert