Álftanes fær tvo úrvalsdeildarleikmenn

Þorsteinn Finnbogason og Birgir Björn Pétursson með Hugin Frey Þorsteinssyni, …
Þorsteinn Finnbogason og Birgir Björn Pétursson með Hugin Frey Þorsteinssyni, formanni körfuknattleiksdeildar Álftaness. Ljósmynd/UMFÁ

Álftanes hefur borist öflugur liðsauki fyrir komandi keppnistímabil í körfubolta karla en Álftnesingar leika í 1. deild í vetur eftir að hafa unnið 2. deild á síðustu leiktíð.

Álftanes hefur samið við þá Birgi Björn Pétursson og Þorstein Finnbogason, sem báðir hafa næga reynslu úr úrvalsdeild.

Þorsteinn er uppalinn Grindvíkingur og hefur spilað með heimaliðinu stærstan hluta síns ferils, ásamt því að hafa leikið fyrir lið Hauka og síðast með Breiðabliki á síðustu leiktíð. Þorsteinn spilar stöðu framherja, er 194 sentímetrar á hæð og þrítugur að aldri.

Hinn hávaxni miðherji Birgir Björn hefur komið víða við. Hann er Ísfirðingur og lék með heimaliði sínu KFÍ fyrstu ár síns ferils en hefur síðan spilað með Þór Þorlákshöfn, Stjörnunni, Val og þýska liðinu UBC Münster. Birgir lék 22 leiki með Val veturinn 2017-18 og skoraði þá 5,3 stig að meðaltali í leik og tók 5,2 fráköst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert