Franski þjóðsöngurinn í ítalska boltanum

Ítalar sýna Frökkum samhug vegna Notre Dame.
Ítalar sýna Frökkum samhug vegna Notre Dame. AFP

Franski þjóðsöngurinn verður spilaður fyrir hvern einasta leik í næstu umferð í ítalska körfuboltanum vegna eldsvoðans í Notre Dame kirkjunni. 

Með því sýnir ítalski körfuboltinn Frökkum samhug vegna brunans, en Notre Dame er ein allra frægasta kirkja heims. Hún er eitt helsta tákn Parísar, höfuðborgar Frakklands og eru ansi margir Frakkar í sárum vegna brunans. 

Þjóðsöngurinn verður leikinn fyrir hvern einasta leik í efstu þremur deildunum í karlaflokki og í efstu deild kvenna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert