Auðvelt hjá Bucks og Rockets

James Harden var með þrefalda tvennu fyrir Houston Rockets í …
James Harden var með þrefalda tvennu fyrir Houston Rockets í nótt gegn Utah Jazz. AFP

Stórliðin Milwaukee Bucks og Houston Rockets eru bæði komin í 2:0 í einvígum sínum í sextán liða úrslitum NBA-deildarinnar í körfuknattleik eftir örugga sigra í nótt.

Eric Bledsoe og Giannis Antekounmpo voru atkvæðamiklir sem fyrr í liði Bucks sem vann 120:99-heimasigur gegn Detroit Pistons en Bledsoe skoraði 27 stig, tók fjögur fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Giannis Antekounmpo skoraði 26 stig, tók tólf fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hjá gestunum frá Detroit var það Luke Kennard sem var stigahæstur með 19 stig, fjögur fráköst og tvær stoðsendingar. Andre Drummons skoraði 18 stig og tók sextán fráköst en það dugði ekki til í nótt Bucks leiðir með tveimur sigrim gegn engum.

James Harden var stórkostlegur fyrir lið Houston Rockets eins og svo oft áður þegar Houston vann 118:98-heimasigur gegn Utah Jazz. Harden skoraði 32 stig, tók þrettán fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Chris Paul skoraði 17 stig fyrir Houston, og gaf þrjá stoðsendingar. Hjá Jazz var Ricky Rubio stigahæstur með 17 stig og níu stoðsendingar.

Þá er Boston Celtics komið í 2:0 í einvígi sínu gegn Indiana Pacers eftir 99:91-sigur í Boston í nótt. Kyrie Irving átti stórleik og skoraði 37 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar og þá skoraði Jayson Tatum 26 stig. Hjá Indiana Pacers var Bojan Bogdanovic stigahæstur með 23 stig og átta fráköst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert