Martin hársbreidd frá bikarmeistaratitli

Martin Hermannsson var nálægt þýska bikarmeistaratitlinum.
Martin Hermannsson var nálægt þýska bikarmeistaratitlinum. Ljósmynd/www.eurocupbasketball.com

Martin Hermannsson og samherjar hans hjá Alba Berlín voru hársbreidd frá því að verða þýskir bikarmeistarar í körfubolta í dag. Þeir þurftu hins vegar að sætta sig við 83:82-tap fyrir Brose Bamberg, en sigurkarfan kom tveimur sekúndum fyrir leikslok. 

Bamberg var yfir stærstan hluta leiks og staðan fyrir síðasta leikhlutann var 63:54, Bamberg í vil. Alba neitaði hins vegar að gefast upp og náði að minnka muninn hægt og rólega og svo að lokum komast yfir, 82:80, þegar 20 sekúndur voru eftir. 

Nikolaos Zisis skoraði hins vegar þriggja stiga körfu tveimur sekúndum fyrir leikslok og Martin og félagar náðu ekki að nýta lokasóknina sína. Martin skoraði sex stig, gaf sex stoðsendingar og tók eitt frákast á 26 mínútum hjá Alba. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert