Þreföld tvenna hjá Chris Paul

Chris Paul.
Chris Paul. AFP

Leikstjórnandinn Chris Paul hefur mátt þola gagnrýni sem af er tímabilsins í NBA-deildinni en náði þrefaldri tvennu í nótt þegar Houston Rockets vann góðan sigur á Portland Trail Blazers 111:104. 

Lið Houston var afar sterkt í fyrra en hefur ekki farið vel af stað í NBA-deildinni í vetur. Liðið hefur nú unnið tólf leiki og tapað fjórtán. Hefur Paul mátt þola gagnrýni vegna þessa og þykir vera farinn að gefa eftir. Paul átti stórleik í nótt og skoraði 11 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar en stal boltanum auk þess þrisvar og varði eitt skot. James Harden skoraði 29 stig fyrir Houston. 

Toronto Raptors náði frábærum úrslitum í Los Angeles gegn Clippers og sigraði 123:99. Hefur Toronto þá unnið 22 leiki en tapað sjö en Clippers hefur unnið sautján og tapað tíu. Spánverjinn Serbe Ibaka er sterkur þessa dagana og skoraði 25 stig fyrir Toronto en Boban Marjanovic var með 18 stig fyrir Clippers. 

Úrslit:

Houston - Portland 111:104

LA Clippers - Toronto: 99:123

San Antonio - Phoenix 111:86

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert