Þriðji sigur Hamars eftir mikla spennu

Leikmenn Hamars í bátsferð á Dóná í æfingaferð til Ungverjalands …
Leikmenn Hamars í bátsferð á Dóná í æfingaferð til Ungverjalands í haust. Þeir koma sterkir til leiks í 1. deildinni. Ljósmund/Facebooksíða Hamars

Hamarsmenn úr Hveragerði tróna á toppi 1. deildar karla í körfuknattleik eftir sigur gegn Hetti austur á Egilsstöðum í kvöld, 93:92, eftir gríðarlega spennu á lokamínútu leiksins. Hamar hefur þá unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu.

Höttur var yfir, 89:85, þegar hálf önnur mínúta var eftir en Hamarsmenn skoruðu þá sjö stig í röð og voru með yfirhöndina síðustu hálfu mínútuna þó naumt hafi það verið.

Leikurinn var annars nánast skotkeppni milli Everage Richardson sem skoraði 41 stig fyrir Hamar og Charles Clark sem skoraði 44 stig fyrir Hött.

Fjölnir burstaði Snæfell, 111:78, í Grafarvogi og Vestramenn gerðu góða ferð á Selfoss þar sem þeir unnu 89:84.

Nýliðar Sindra á Hornafirði taka á móti Þór frá Akureyri í síðasta leik þriðju umferðar á morgun.

Hamar er með 6 stig, Þór Ak. 4, Fjölnir 4, Höttur 4 og Vestri 4 stig en Selfoss, Sindri og Snæfell eru öll án stiga.

Fjölnir - Snæfell 111:78

Dalhús, 1. deild karla, 19. október 2018.

Gangur leiksins:: 6:4, 19:10, 26:12, 37:16, 39:25, 51:33, 61:38, 71:40, 73:45, 83:52, 87:56, 91:61, 102:64, 105:70, 111:76, 111:78.

Fjölnir: Róbert Sigurðsson 21/5 stoðsendingar, Srdan Stojanovic 20/4 fráköst, Anton Olonzo Grady 18/13 fráköst, Davíð Guðmundsson 11, Vilhjálmur Theodór Jónsson 10/4 fráköst, Andrés Kristleifsson 7/6 fráköst, Hlynur Logi Ingólfsson 6, Egill Agnar Októsson 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Rafn Kristján Kristjánsson 5/6 fráköst, Alexander Þór Hafþórsson 3, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 3, Sigmar Jóhann Bjarnason 2/4 fráköst.

Fráköst: 37 í vörn, 15 í sókn.

Snæfell: Deandre Mason 33/14 fráköst/3 varin skot, Dominykas Zupkauskas 19/5 stoðsendingar, Rúnar Þór Ragnarsson 8/5 fráköst, Darrell Flake 7/4 fráköst, Ísak Örn Baldursson 5, Andri Þór Hinriksson 2, Ellert Þór Hermundarson 2, Tómas Helgi Baldursson 2.

Fráköst: 20 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hrafnkelsson, Helgi Jónsson.

Selfoss - Vestri 84:89

Vallaskóli, 1. deild karla, 19. október 2018.

Gangur leiksins:: 5:4, 14:10, 20:16, 22:24, 25:28, 32:36, 36:41, 39:50, 41:52, 48:55, 52:59, 60:65, 63:69, 76:71, 84:82, 84:89.

Selfoss: Michael E Rodriguez 29/8 fráköst/5 stoðsendingar, Ari Gylfason 21/4 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 12/4 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 12/6 fráköst, Maciek Klimaszewski 6/6 fráköst, Adam Smari Olafsson 2, Hlynur Freyr Einarsson 2/5 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 11 í sókn.

Vestri: Nebojsa Knezevic 27/7 stoðsendingar, Nemanja Knezevic 21/11 fráköst, André Huges 16/7 fráköst, Ingimar Aron Baldursson 12, Guðmundur Auðun Gunnarsson 8, Hilmir Hallgrímsson 3, Hugi Hallgrímsson 2.

Fráköst: 20 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Sigurbaldur Frimannsson.

Höttur - Hamar 92:93

Brauð og co. höllin Egilsstöðum, 1. deild karla, 19. október 2018.

Gangur leiksins:: 3:8, 10:11, 17:19, 17:26, 25:29, 31:34, 36:36, 43:45, 48:50, 58:56, 65:65, 70:67, 74:75, 76:83, 86:85, 92:93.

Höttur: Charles Clark 44/8 fráköst, Pranas Skurdauskas 12/11 fráköst, Andrée Fares Michelsson 9, David Guardia Ramos 7/7 fráköst, Nökkvi Jarl Óskarsson 7, Sigmar Hákonarson 6, Hreinn Gunnar Birgisson 5, Ásmundur Hrafn Magnússon 2.

Fráköst: 24 í vörn, 12 í sókn.

Hamar: Everage Lee Richardson 41/9 fráköst/5 stoðsendingar, Geir Elías Úlfur Helgason 14, Marko Milekic 12/7 fráköst, Gabríel Sindri Möller 10, Dovydas Strasunskas 10, Florijan Jovanov 5, Oddur Ólafsson 1/5 stoðsendingar.

Fráköst: 24 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert