Sýnir styrk meistarans

Ingi Þór Steinþórsson ræðir við sitt lið í kvöld.
Ingi Þór Steinþórsson ræðir við sitt lið í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, var ánægður með sína menn eftir 86:85-sigur á Þór Þ. í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Hann hrósaði hvernig Þórsarar komu inn í leikinn og var ánægður með svar sinna manna við því. 

„Við lögðum gríðarlega sprækt Þórslið sem var vel undirbúið. Við megum taka okkur til fyrirmyndar hvernig þeir komu inn í leikinn og áræðnina í þeim. Við svöruðum því og vorum óheppnir að vera ekki meira yfir í hálfleik.“

Þórsarar voru í afar góðri stöðu þegar lítið var eftir, en KR-ingar voru sterkari í blálokin. 

„Við vorum komnir í djúpa stöðu í lok leiksins og að geta unnið sig úr því og unnið sýnir styrk meistarans. Við fórum að sækja meira á körfuna undir lokin eftir að við sættum okkur við erfið skot þar á undan.“

Ingi Þór tók við KR af Finni Stefánssyni fyrir tímabilið og er liðið búið að vinna tvo leiki og tapa einum til þessa. Finnst Inga sitt lið verða betra með hverjum leiknum? 

„Já og nei, við vorum að klikka á öðrum stöðum í kvöld en við höfum verið að gera. Við þurfum að læra á hver annan betur og tikka betur saman. Sigurinn er það sem skiptir máli, þótt hann hafi ekki verið fallegur,“ sagði Ingi Þór. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert