Snýr aftur eftir sprett í djúpu lauginni

Margrét Sturlaugsdóttir.
Margrét Sturlaugsdóttir. Ljósmynd/Karfan.is

Margrét Sturlaugsdóttir snýr aftur sem þjálfari í úrvalsdeild kvenna í körfubolta næsta haust en hún var í gær ráðin þjálfari Breiðabliks og tekur því við af Hildi Sigurðardóttur sem hætti í vor. Margrét stýrði síðast Keflavík fram í ársbyrjun 2016 en var látin fara eftir stormasamt haust. Síðan þá hefur Margrét, sem á að baki 29 ára feril í þjálfun, stigið skref sem fáir íslenskir körfuboltaþjálfarar hafa tekið:

„Þetta er ekkert fyrsta tækifærið sem mér býðst síðan ég hætti hjá Keflavík. Ég ákvað að stíga aðeins til baka og hef verið í FIBA-þjálfaranáminu. Ég held að það séu einungis fimm þjálfarar á Íslandi sem hafa lokið því, allt karlar. Ég ákvað að stökkva í djúpu laugina og sækja um það nám, og fékk inni,“ segir Margrét, en hún hóf námið í fyrra og lýkur því sumarið 2019. Í náminu er unnið í staðlotum víða um Evrópu, undir handleiðslu toppþjálfara og sérfræðinga:

„Þetta er ótrúlega gaman og það er alltaf hægt að læra þó að maður hafi verið lengi í boltanum. Endurmenntun og símenntun er nauðsynleg að mínu viti,“ segir Margrét.

Hafði ekkert með mína getu sem þjálfari að gera

Margrét hætti með lið Keflavíkur eftir að hafa stýrt því um átta mánaða skeið fram í janúar 2016, en á þeim tíma skapaðist meðal annars mikið ósætti milli hennar og Bryndísar Guðmundsdóttur sem hætti hjá félaginu. Margrét sagði jafnframt af sér sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins á þessum tíma og sagðist gera það til að tryggja að Bryndísi liði vel á landsliðsæfingum.

Sjá viðtalið í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert