Valskonur aftur á toppinn

Hallveig Jónsdóttir átti góðan leik.
Hallveig Jónsdóttir átti góðan leik. mbl.is/Haraldur Jónasson / Hari

Valskonur eru komnar aftur í toppsæti Dominos-deildar kvenna í körfubolta eftir 79:60-sigur á Snæfelli á útivelli í fyrsta leik 20. umferðarinnar í dag. Valskonur voru yfir allan tímann og var sigurinn verðskuldaður.

Aalyah Whiteside skoraði 30 stig og tók 22 fráköst hjá Val og Hallveig Jónsdóttir skoraði 15 stig. Hjá Snæfelli skoraði Kristen Denise McCarthy 27 stig og tók hún 15 fráköst að auki. Með sigrinum fór Valur upp í 30 stig, en Haukar geta komist aftur á toppinn með sigri á Keflavík á miðvikudaginn kemur. Snæfell er um miðja deild með 16 stig. 

Snæfell - Valur 60:79

Stykkishólmur, Úrvalsdeild kvenna, 18. febrúar 2018.

Gangur leiksins:: 5:6, 9:11, 10:12, 14:19, 18:21, 22:27, 22:34, 27:35, 31:38, 38:40, 43:46, 45:48, 47:52, 52:66, 54:69, 60:79.

Snæfell: Kristen Denise McCarthy 27/15 fráköst/5 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 16/5 fráköst/5 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 5, Rebekka Rán Karlsdóttir 4/4 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, Andrea Björt Ólafsdóttir 3/4 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 2.

Fráköst: 26 í vörn, 7 í sókn.

Valur: Aalyah Whiteside 30/22 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 15/5 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 14, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 7/7 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 7/9 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 6.

Fráköst: 35 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Friðrik Árnason, Aðalsteinn Hrafnkelsson.

Áhorfendur: 250

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert