Haukar unnu framlengdan spennuleik

Dýrfinna Arnardóttir var sterk í dag.
Dýrfinna Arnardóttir var sterk í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Haukakonur eru komnar á topp Dominos-deildar kvenna í körfubolta eftir 79:76-sigur á Snæfelli í Stykkishólminum í dag. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 66:66 og því þurfti að framlengja. Að lokum voru Haukarnir sterkari.

Whitney Michelle Frazier skoraði 28 stig fyrir Hauka og tók 19 fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Dýrfinna Arnardóttir gerði 25 stig. Hjá Snæfelli var Kristen Denise McCarthy stigahæst með 33 stig og tók hún einnig 18 fráköst. Rebekka Rán Karlsdóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir gerðu 11 stig hvor. 

Haukar fóru upp í 24 stig með sigrinum og upp fyrir Val sem einnig er með 24 stig. Snæfell er enn í næstneðsta sæti með 12 stig. 

Snæfell - Haukar 77:79

Stykkishólmur, Úrvalsdeild kvenna, 21. janúar 2018.

Gangur leiksins:: 4:7, 9:15, 14:19, 14:22, 19:26, 27:28, 31:32, 38:38, 42:42, 45:46, 49:51, 53:54, 62:57, 62:57, 66:61, 66:66, 70:70, 77:79.

Snæfell: Kristen Denise McCarthy 34/18 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 11/5 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/6 stolnir, Andrea Bjort Olafsdottir 9/5 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 8/4 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2, Anna Soffía Lárusdóttir 2.

Fráköst: 26 í vörn, 11 í sókn.

Haukar: Whitney Michelle Frazier 28/19 fráköst/7 stoðsendingar, Dýrfinna Arnardóttir 25/5 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 8/9 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 8/4 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 5/4 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Björg Ólafsdóttir 5.

Fráköst: 38 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Halldór Geir Jensson, Einar Þór Skarphéðinsson, Gunnar Thor Andrésson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert