Snæfell hleypti spennu í 1. deildina

Sveinn Arnar Davíðsson skoraði 23 stig fyrir Snæfell í kvöld.
Sveinn Arnar Davíðsson skoraði 23 stig fyrir Snæfell í kvöld. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Snæfell sigraði Breiðablik í 1. deild karla í körfuknattleik í kvöld 103:99  í Stykkishólmi en aðeins var um annað tap Blika að ræða í deildinni í vetur. 

Borgnesingar eru nú einir á toppnum með 14 stig og hafa unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum. Breiðablik er með 12 stig en Snæfell, Vestri og Hamar eru aðeins tveimur stigum á eftir með 10 stig. Snæfell og Hamar eftir átta leiki en Djúpmenn eftir sjö leiki. 

Útlit er því fyrir áhugaverða baráttu í vetur ef fram heldur sem horfir en öll þessi fimm leik þekkja það að spila í efstu deild síðasta áratuginn. 

Snæfell - Breiðablik 103:99

Stykkishólmur, 1. deild karla, 19. nóvember 2017.

Gangur leiksins:: 6:5, 16:9, 19:17, 28:21, 34:29, 43:36, 49:44, 51:51, 58:57, 62:63, 64:68, 72:74, 80:78, 86:87, 93:93, 103:99.

Snæfell: Christian David Covile 31/10 fráköst/5 stoðsendingar, Þorbergur Helgi Sæþórsson 23, Sveinn Arnar Davíðsson 23/7 stoðsendingar, Viktor Marínó Alexandersson 20, Jón Páll Gunnarsson 4/4 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 2/5 stoðsendingar.

Fráköst: 17 í vörn, 7 í sókn.

Breiðablik: Jeremy Herbert Smith 27/11 fráköst/5 stoðsendingar, Árni Elmar Hrafnsson 18/5 stoðsendingar, Ragnar Jósef Ragnarsson 13/4 fráköst, Snorri Vignisson 13/5 fráköst, Halldór Halldórsson 12/9 fráköst, Sveinbjörn Jóhannesson 11/4 fráköst/3 varin skot, Hafþór Sigurðarson 3, Leifur Steinn Arnason 2.

Fráköst: 25 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Georgia Olga Kristiansen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert