„Okkur tókst að skella í lás“

Björgvin Hafþór Ríkharðsson.
Björgvin Hafþór Ríkharðsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mbl.is ræddi við Björgvin Hafþór Ríkharðsson leikmann Tindastóls og Viðar Örn Hafsteinsson þjálfara Hattar á Sauðárkróki í kvöld þar sem Tindastóll sigraði 91:62 í leik liðanna í Dominos-deild karla í körfuknattleik.

„Okkur tókst að skella í lás í vörninni þegar leið á en Höttur var bara að spila vel í fyri hálfleik. Þá voru þeir inni í leiknum og hefðu þeir haldið þeirri frammistöðu í fjörtíu mínútur þá hefði þetta orðið baráttuleikur. En við náðum að stopa þá aðeins í seinni hálfleik og fá auðveldar körfur. Þá small þetta hjá okkur og ég er mjög sáttur með þennan liðssigur,“ sagði Björgvin og sagði Skagfirðinga geta nýtt vikurnar tvær vel þegar gert verður hlé á deildinni vegna landsleikja. „Við höfum núna tvær vikur til að undirbúa okkur. Við  missum tvo menn í landsliðsverkefni en fáum tækifæri til að koma nýa Kananum betur inn í okkar leik.“

Viðar Örn var ánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik. „Mér fannst fyri hálfleikurinn góður og þá vorum við að gera vel. Vorum skipulagðir og gerðum það sem við ætluðum að gera. En við vorum að spila á erfiðasta útivelli sem við spilum á í vetur. Við hefðum þurft að spila okkar langbesta leik til að vinna. Við gerðum vel framan af en svo förum við að láta ýta okkur útúr því sem við ætluðum að gera,“ sagði Viðar en sagðist stefna að sigri í næsta leik gegn Þór Þorlákshöfn. „ Við ætlum að vinna þann leik. “

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert