Grindavík fékk loks Kana í þriðju tilraun

Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.
Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Grindavík hefur samið við nýjan bandarískan leikmann sem kemur í stað Lewis Clinch sem hefur farið mikinn suður með sjó í gula búningnum. Arftaki hans heitir Rashad Whack.

Whack er 26 ára gamall bakvörður og 1,91 m á hæð, en hann hefur spilað í Kanada og í Sviss eftir að hafa útskrifast frá Mount St. Marys-háskólanum árið 2014.

„Þetta er búinn að vera rússíbani þetta árið að semja við erlendan leikmann.  Var búin að semja við tvo aðra sem hættu við og fengu kalda fætur.  Þessi mun hinsvegar koma til okkar og vonandi mun hugtak þeirra vestanmanna eiga við  „third time is the charm“,“ sagði Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, við karfan.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert