ESPN með ítarlega grein um Tryggva

Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. Ljósmynd/FIBA

Tryggvi Snær Hlinason sló heldur betur í gegn á Evrópumótinu í körfubolta skipuðu leikmönnum 20 ára og yngri sem fram fór í Grikklandi fyrr í mánuðinum. Hann var valinn í úrvalslið mótsins og spilaði feykilega vel. Tryggvi skoraði 19,7 stig, tók 14,1 frákast, gaf 2,3 stoðsendingar og varði 3,8 skot að meðaltali á Evrópumótinu. 

Hann spilaði svo vel að bandaríski miðillinn ESPN, sem er einn sá stærsti þar í landi, skrifaði ítarlega grein um Tryggva og segir hann eiga möguleika á að komast í NBA-deildina í Bandaríkjunum, langsterkustu körfuboltadeild í heimi. 

Farið er yfir stuttan feril Tryggva og hvernig hann ólst upp í sveit og byrjaði ekki að æfa körfubolta fyrr en fyrir örfáum árum. Einnig var tekið viðtal við Tryggva sem sjá má í fréttinni. Hægt er að sjá greinina hjá ESPN með því að smella hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert