Utah og Boston jöfnuðu einvígin

Isaiah Thomas.
Isaiah Thomas. AFP

Utah Jazz og Boston Celtics jöfnuðu bæði rimmur sínar í nótt í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik.

Isaiah Thomas setti niður 33 stig er Boston Celtics vann Chicago Bulls 104:95. Staðan í því einvígi er því orðin 2:2. Boston missti niður 20 stiga forskot en Thomas átti frábæran þriðja leikhluta og kom liðinu aftur í forystu. Góð endurkoma hjá Celtics sem var komið 2:0 undir í einvíginu, eftir að hafa orðið meistari í Austurdeildinni.

Joe Johnson átti góðan leik fyrir Utah gegn LA Clippers og setti niður 28 stig er Utah jafnaði einvígið í 2:2. Johnson hefur verið öflugur fyrir Utah í rimmunni gegn Clippers. Hann setti niður sigurkörfuna í fyrsta leik liðanna og skoraði í gær 11 stig í röð í fjórða leikhluta og bar liðið á herðum sér en liðið var sjö stigum undir snemma í leikhlutanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert