Tapar Grindavík stórt í þriðja sinn í Vesturbænum?

Tekst Lewis Clinch Jr. og félögum í Grindavík að losa …
Tekst Lewis Clinch Jr. og félögum í Grindavík að losa sig við KR-grýluna í kvöld? mbl.is/Kristinn Magnúsosn

KR-ingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik með sigri á Grindavík í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu er liðin mætast í DHL-deildinni í Vesturbænum kl. 19:15. Sigri KR í kvöld verður liðið Íslandsmeistari fjórða árið í röð.

KR er 2:0 yfir í einvíginu og valtaði yfir Grindvíkinga í fyrsta leik liðanna í Vesturbænum 98:65 en vann leik tvö afar naumlega 89:88 í Grindavík eftir að Grindvíkingar höfðu verið yfir lungann úr leiknum.

Liðin mættust tvívegis í deildinni á tímabilinu, í Vesturbænum í október þar sem lokatölur urðu 87:62, og í Grindavík í janúar þar sem þar sem munurinn var aðeins tvö stig, KR í vil, 80:78.

Grindavík hefur því tapað með 29 stiga mun að meðaltali í leik gegn KR í Vesturbænum. Það þarf að breytast í kvöld ætli liðið sér að forðast það að KR sópi þeim beinustu leið í sumarfrí.

Fylgst verður með gangi mála í leiknum hér á mbl.is í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert