Staða Houston er vænleg

Brasilíumaðurinn Nene skoraði 28 stig fyrir Houston í kvöld.
Brasilíumaðurinn Nene skoraði 28 stig fyrir Houston í kvöld. AFP

Houston Rockets er í vænlegri stöðu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik eftir útisigur á Oklahoma City Thunder, 113:109, í kvöld.

Staðan er orðin 3:1 fyrir Houston í einvíginu og liðið getur tryggt sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar á heimavelli í fimmtu viðureign liðanna.

Russell Westbrook var með enn eina þreföldu tvennuna fyrir Oklahoma en hann skoraði 35 stig, tók 14 fráköst og átti 14 stoðsendingar.

Það nægði þó ekki gegn Houston þar sem Nene skoraði 28 stig og tók 10 fráköst og þeir Lou Williams og Eric Gordon voru með 18 stig hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert