Tveir erlendir leikmenn til Grindavíkur

Jor­dy Kuiper í leik með NC Greensboro-háskólanum.
Jor­dy Kuiper í leik með NC Greensboro-háskólanum.

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við tvo erlenda leikmenn fyrir komandi keppnistímabil. Tilkynninguna í heild sinni má sjá á Facebook-síðu deildarinnar.

Annar þeirra heitir Michalis Liapis og er grískur bakvörður. Liapis kemur í gegnum unglingastarf PAOK og á leiki með U16, U18 og U20 ára landsliðum Grikkja. 

Hinn leikmaðurinn heitir Jordy Kuiper og kemur frá Hollandi. Kuiper er 206 sentimetrar að hæð og er ætlað að styrkja liðið undir körfunni. Í vor útskrifaðist hann úr NC Greensboro-háskólanum í Bandaríkjunum en liðið komst í NCAA-keppnina þar sem það féll úr keppni í fyrstu umferð. Báðir leikmennirnir eru fæddir 1995 og eru því á 23. aldursári.

Michalis Liapis keyrir að körfunni í leik með PAOK.
Michalis Liapis keyrir að körfunni í leik með PAOK.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert