Uppskrift sem virkað hefur ágætlega

Kristján Örn Kristjánsson var í mjög sterku landsliði sem vann …
Kristján Örn Kristjánsson var í mjög sterku landsliði sem vann til bronsverðlauna á HM U19 ára sumarið 2015 ásamt þeim Arnari Frey Arnarssyni, Elvari Erni Jónssyni, Ómari Inga Magnússyni og Ými Erni Gíslasyni. AFP

Sökum fámennis náum við Íslendingar okkar besta árangri í hópíþróttum þegar óvenjusterkar kynslóðir koma fram.

Þá þurfa margir leikmenn af sömu kynslóð að skila sér í háan gæðaflokk. Það á ekki einungis við um handknattleikinn. Við höfum einnig séð þetta í knattspyrnunni og körfuknattleiknum. Þegar knattspyrnulandsliðin komust í fyrsta skipti í lokakeppni 2009 og 2016 voru margir leikmenn af sömu kynslóð. Sama gerðist í körfunni 2015 þar sem nokkrir lykilmenn voru fæddir sama ár.

Þegar við eignumst marga unga leikmenn sem skara snemma fram úr þá er ég hlynntur því að þeir fái snemma tækifæri í A-landsliðinu. Það hefur nú gengið eftir og fyrir vikið gæti landsliðið átt eftir að ná mjög langt á næstu árum. Hversu langt liðið getur náð er ekki auðvelt að spá fyrir um en sú uppskrift að treysta mönnum sem náð hafa árangri í yngri landsliðum hefur virkað nokkuð vel eins og sést á upptalningunni hér að ofan.

Ekki er hlaupið að því að vinna til verðlauna á stórmótum þótt Íslandi hafi tekist það tvívegis. Gleymum því ekki að þá áttum við sérstakt eintak eins og Ólaf Stefánsson. Eftir að hann lagði landsliðsskóna á hilluna hefur Ísland einu sinni náð 5. sæti á stórmóti en árangurinn hefur að öðru leyti verið nokkuð lakari.

Við getum samt alveg leyft okkur að gera okkur væntingar um að Ísland geti barist um verðlaun á stórmótum eftir nokkur ár. Annars væri lítið gaman að þessu. En þá gefur maður sér ákeðnar forsendur til að sú staða geti komið upp.

Greinina í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert