„Bara feitur maður að ganga niður götuna“

Ronaldo hefur bætt talsvert á sig síðan hann lagði knattspyrnuskóna …
Ronaldo hefur bætt talsvert á sig síðan hann lagði knattspyrnuskóna á hilluna árið 2011. AFP/Daniel Garcia

Kaká, fyrrverandi landsliðsmaður Brasilíu í knattspyrnu, segir að hinn brasilíski Ronaldo njóti ekki þeirrar virðingar sem hann á skilið í heimalandi sínu.

Ronaldo, sem er 46 ára gamall, var stórkostlegur knattspyrnumaður á sínum tíma en hann varð tvívegis heimsmeistari með Brasilíu; árin 1994 og 2002.

Hann lék 98 A-landsleiki fyrir Brasilíu og skoraði í þeim 62 mörk en hann var útnefndur besti knattspyrnumaður heims og hlaut Gullknöttinn eftirsótta árin 1997 og 2002.

Kaká var einn besti leikmaður heims á sínum tíma.
Kaká var einn besti leikmaður heims á sínum tíma. AFP

Allir með stjörnur í augunum

„Það er sérstakt að segja þetta en margir Brasilíumenn styðja ekki alltaf Brasilíu,“ sagði Kaká en hann er einn af sérfræðingum beIn Sports í kringum heimsmeistaramótið í Katar sem nú stendur yfir.

„Þegar að maður sér Ronaldo hérna í Katar þá eru allir með stjörnur í augunum. Í Brasilíu er hann bara feitur maður að ganga niður götuna. 

Auðvitað elska hann margir í Brasilíu, ég geri það líka, en hann nýtur einfaldlega mun meiri virðingar utan Brasilíu, en innan hennar, sem er mjög sérstakt,“ bætti Kaká við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert