Hættur eftir að liðið féll út á HM

Luis Enrique kveður aðstoðarþjálfarann Aitor Unzue á flugvellinum í Madríd …
Luis Enrique kveður aðstoðarþjálfarann Aitor Unzue á flugvellinum í Madríd eftir heimkomuna frá Katar. AFP/Thomas Coex

Luis Enrique er hættur störfum sem þjálfari spænska karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Spænska knattspyrnusambandið staðfesti þetta í dag en lið Spánar var fyrr í vikunni slegið óvænt út af Marokkó í sextán liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar.

Enrique tók við liðinu í júlí 2018, eftir að það hafði fallið út í sextán liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Rússlandi. Hann hafði stýrt liði Barcelona í þrjú ár þar á undan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert