Kane markahæstur á HM

Þegar tveimur umferðum er lokið í riðlakeppni HM í knattspyrnu í Rússlandi er Harry Kane fyrirliði Englendinga markahæstur á mótinu.

Kane skoraði þrennu í 6:1 sigri gegn Panama í gær og hefur þar með skorað 5 mörk á mótinu. Portúgalinn Cristiano Ronaldo og Belginn Romelu Lukaku koma næstir með 4 mörk hvor.

85 mörk hafa verið skoruð á HM eða 2,7 mörk að meðaltali í leik. Gulu spjöldin eru orðin 97 eða 3 að meðaltali í leik en aðeins einu rauðu spjaldi hefur verið lyft á loft.

Harry Kane fékk að eiga boltann eftir þrennuna sem hann …
Harry Kane fékk að eiga boltann eftir þrennuna sem hann skoraði á móti Panama. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert