Skil áhyggjur Argentínumanna

Dejan Lovren fagnar sigrinum gegn Argentínu.
Dejan Lovren fagnar sigrinum gegn Argentínu. AFP

„Ég skil áhyggjur Argentínumanna og ósk þeirra að við stillum upp okkar sterkasta liði á móti Íslendingum,“ segir króatíski landsliðsmaðurinn Dejan Lovren og leikmaður Liverpool.

Þjálfari Króata hefur gefið það út að hann ætli að hvíla þá leikmenn sem eru á gulu spjaldi í leiknum gegn Íslendingum í Rostov á þriðjudaginn en Króatar eru þegar búnir að tryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslitin á HM.

„En við þurfum að hugsa um þá staðreynd að tefla ekki fram þeim leikmönnum sem eru á gulu spjaldi. Það er líka áhyggjuefni okkar sem við þurfum að hafa í huga. Þjálfarinn er sá sem tekur loka ákvörðunina en allir okkar leikmenn eru klárir,“ segir Lovren.

Þeir sex leikmenn Króata sem eru á gulu spjaldi eru Ivan Rakitic, Ante Rebic, Sime Vrsaljko, Mario Mandzukic, Marcelo Brozovic og Vedran Corluka. Ef marka má orð þjálfarans mun enginn þeirra spila leikinn gegn Íslendingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert