„Engin óeining hjá Argentínu“

Javier Mascherano á blaðamannafundi í dag.
Javier Mascherano á blaðamannafundi í dag. AFP

Javier Mascherano, landsliðsmaður Argentínu, hefur blásið á sögusagnir þess efnis að óeining sé innan hópsins og að leikmenn beri ekki lengur traust til Jorge Sampaoli landsliðsþjálfara.

Arg­entínu­menn eru aðeins með eitt stig eft­ir tvo leiki. Þeir gerðu 1:1 jafn­tefli á móti Íslend­ing­um í fyrsta leikn­um en stein­lágu svo fyr­ir Króöt­um, 3:0. Nýj­ustu fregn­ir úr her­búðum Arg­entínu í morgun voru þær að þjálf­ar­inn Jor­ge Sampa­oli virtist orðinn valda­laus og það kæmi í hlut leik­manna á borð við Li­o­nel Messi og Javier Mascherano að velja byrj­un­arlið Arg­entínu fyr­ir leik­inn á móti Níg­er­íu í St. Peters­burg á þriðju­dag.

Þetta er hins vegar tóm þvæla að sögn Mascherano. „Sambandið við þjálfarann er eðlilegt. Að sjálfsögðu ræðum við saman ef okkur mislíkar eitthvað en við þurfum að standa sameinaðir og gera allt sem í valdi okkar stendur til að mæta til leiks í sem bestu standi,“ sagði hann á blaðamannafundi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert