Draumur okkar allra

Arnór Snær Óskarsson sækir að marki þýska stórliðsins Flensburg í …
Arnór Snær Óskarsson sækir að marki þýska stórliðsins Flensburg í leik liðanna á Hlíðarenda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valsmenn hafa vakið athygli fyrir framgöngu sína í Evrópudeildinni í handbolta í vetur. Liðið fékk óvænt sæti í riðlakeppninni og dróst í B-riðil með afar sterkum liðum, á borð við þýska stórliðið Flensburg, sterkt liði Aix frá Frakklandi og Svíþjóðarmeistarana Ystad.

Valur er með fimm stig eftir fimm leiki af tíu, einu stigi á eftir Aix og Ystad, og þremur á eftir Flensburg. Þar á eftir koma Ferencváros frá Ungverjalandi með þrjú stig og spænska liðið Benidorm með tvö stig. Fjögur efstu liðin fara áfram í 16-liða úrslit og eru möguleikar Valsmanna fínir.

Heilt yfir nokkuð sáttur

„Ég er ágætlega sáttur með þetta. Fimm stig eftir fimm leiki er allt í lagi, en ég hefði viljað taka leikinn úti í Ungverjalandi og jafnvel fá eitt eða tvö stig í Frakklandi líka. Svona heilt yfir er ég nokkuð sáttur,“ sagði Arnór Snær Óskarsson, einn besti leikmaður Vals í keppninni til þessa, í samtali við Morgunblaðið.

Viðtalið má sjá í heild sinni í Morgunblaðinu sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert